Tuesday, November 01, 2005

...haust

...ég hóstaði svo hátt að laufblöðin féllu í stafi. Sýndist þetta vera ljóð eftir Pushkin, eða uppskrift eftir Ramsay. Var ekki viss.
En hvað um það.
Ók í vindverkjunum á Kjalarnesi og í miðri hlaupanótu (þáttur á rás 1, skylduhlustun fyrir þá sem þurfa að víkka sinn tónlistarlega smekk).
Þar sem vindverkirnir voru um 40 m/s þá keyrði ég varlega, og Golfinn fyrir aftan mig, fór líka varlega. Allt í einu sá ég Golfinn, snúast og taka stefnuna niður hlíðina, í átt að betra beitilandi.

Ég stöðvaði bílinn og snéri við.
Ég missti mig og til hennar gekk, um axlir hennar tók það á hana fékk, enda var hún í sjokki.
Þetta var ca 18 ára stelpa að átta sig á því að hún var kominn útaf veginum.
Talandi við pabba með grátstafinn í kverkunum.

Hafði það ekki í mér að gera grín að þessu.

Gekk úr skugga um að hún væri í lagi, og bauð henni far.

En hélt svo áfram heim.

Ég bara get ekki gert grín að þessu.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Blogger inga hanna said...

Sástu bros og hlýju í gegnum tárin?

9:46 AM  
Blogger Langi Sleði said...

miklu miklu meira, ég hlýt að vera að meyrna.

5:03 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter