Tuesday, November 01, 2005

...á mörkunum

að maður eigi að segja frá þessu. En samt þá er tími til að fagna, þessum áfangasigri á lífsleiðinni.

Loksins... Þá er ég búinn að skoða allt klám á netinu og ég veit ekkert hvað ég á að gera næst.
Nei, ok!

Við það, að vafra um netið í skjóli piparsveindóms, hef ég rekist á ógrynni af gagnlausum fróðleik. Þar sem ég er sérstaklega fróðleiksfús, hefur óhuggulega mikið safnast í sarpinn.
Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir þessu fyrr en áðan, þar sem ég er farinn að kommenta hjá ýmsum aðilum í bjánalegum besservisserstíl.
Það var svo illa fyrir mér komið að ég kveikti ekki á perunni einu sinni þegar pirruð stúlka sagði: "hefurðu í alvörunni aldrei verið barinn?".
og ég svaraði: "Nei, en ég las það einu sinni að líkurnar á því að verða barinn væru minni en að lenda undir kú!"
Kannski er ég að verða svona skrítinn sérvitringur, ég verð að hindra það einhvernveginn.
Nú verð ég að finna mér nýja dægradvöl.
Núna á eftir ætla ég til dæmis að plokka fjaðrir úr sófasettinu mínu, stinga þeim í peysuna og leika engil.

Góðar stundir
Langi Sleði

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað gerist þegar sófasettið er fullplokkað? Hvað verður þá um okkur dauðlega?

6:06 PM  
Blogger Gadfly said...

Ég setti málið í nefnd. Niðurstaðan varð sú að best færi á því að þú skoðaðir bara meira klám.

10:02 PM  
Blogger Jóda said...

annað hvort ert þú farinn að skálda meira en þú gerir þér grein fyrir, eða að einhver önnur stelpa en ég hafi líka spurt þig að þessu...

12:12 AM  
Blogger Langi Sleði said...

anóní1: ætli ég færi mig ekki yfir í að plokka á mér bakið.

sápuópera: Já, hef oft komist að þeirri niðurstöðu. Samt er það óhugnarleg pæling að tíma manns sé best varið í að skoða klám.

halldóra: það að kurteisast með þögninni, þýðir ekki að maður hugsi annað en maður segi.

11:02 AM  
Blogger Bitringur said...

Ljótt að heyra að allt klám sé uppgónt og útúrskoðað...

...er þá ekki kominn tími á íslenskan heimilisiðnað?

ullarteppisspread og strokkastreð? gæti orðið spennandi sería.

...væri hægt að sameina Bleikt & Blátt og Heima er best kannski?

12:10 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter