Thursday, November 10, 2005

...of mikið of lítið

bloggari 1 hittir bloggara 2 í eigin persónu. Umhverfið allt mjög ógnvekjandi. Það er byrjað að dimma og vikan hefur tekið sinn toll.
Bloggari 1: Jæja
Bloggari 2: Já
Svo hlaupa þeir í sitthvora áttina í dauðans ofboði.Eitthvað var verið agnúast út í mig að ég væri að verða jafn leiðinlegur og sjálfhverfur og konurnar sem lesa mig. Ég má ekki láta það verða. Jahérna, þarna losaði ég mig við lesandahópinn.
Líklega bara afbrýðisemi. Fokk hvað þær eiga ekki eftir að kommenta á þetta, hugsa að þær móðgist allar með tölu.
Þið eruð ekkert leiðinlegar dúllurnar mínar, þið eruð yndælarar!
Já.. Ég gæti ekki án ykkar verið.

Of mikið og of lítið, er dásamleg saga, mannlegs eðlis. Í því tilefni höfum við búið til málshætti eins og "grasið er alltaf grænna hinumegin" og það kjaftæði allt.

Þau aðeins "of mikið og of lítið", sem hafa safnast saman hjá mér undanfarna daga.

maður 1.
Of lítið andlit, of mikið yfirvaraskegg... eiginlega ekkert andlit

maður 2.
Of lítill háls, of stór kryppa... eiginlega enginn háls

kona 1.
Of lítið hár, of stór rass... eiginlega var hún bara rass

kona 2.
of lítil kona, of mikill kall... eða ég veit það ekki ... hún var agaleg.

Eðli mannsins, að vera óánægður með allt mögulegt... Just f**** you up.

Næstu dagar fara í það að sjá hina bjartari hlið á tilverunni. Það verður spennandi og ég mun láta ykkur vita hvernig gengur.

sem leiðir hugann að öðru, er ég að skrifa of mikið, en tala of lítið?
Ætla að hitta Sápuóperu á morgun, það verður spennandi!

góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir komuna í dag. Ég steingleymdi að gefa þér nammi svo þú verður eiginlega að koma aftur fljótlega og rukka mig um það. :)

9:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hnéhné...það var mikið að maður fékk að hlæja.

3:11 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter