Tuesday, February 28, 2006

...skrítinn kall

...nei það var enginn lítill krakki í sundi sem kallaði þetta á eftir mér!
Ég þekki skrítinn kall sem er með þrjár augabrúnir. Vinstri augabrúnin samanstendur af einni dúsínu af þessum þykku nárahárum á meðan hægri augabrúnin, samanstendur af slatta af undirhandarkrikahárum. Báðar augabrúnirnar eru svo uppfylltar af kiwihárum.
Þriðja augabrúnin er þakin þykkum nárahárum. Hún vex út frá einskonar hnykli í miðjum hausnum, út um bæði eyrun og báðar nasir.
Maðurinn er eigin tannþráðarverksmiðja.

Hann gengur eins og 15. aldar munkur þjakaður af játningum syndugu mannanna í Séð & heyrt. Það yrði meiriháttar tískuframför ef hann færi að versla í Guðsteini.
Stífi fóturinn gefur þessum manni dramatískan blæ og ég er þegar búinn að ímynda mér að hann í öllum helstu styrjöldum veraldarsögunnar.
Hann drap síðustu risaeðluna, bar Hannibal yfir Alpana, kenndi Napóleón að fela skítugar neglurnar undir jakkanum og minnti Hitler á að taka rítalínið.
Engin furða að hann sé þreyttur!

Af því hann er skrítinn, þá býður fas hans einhvern veginn ekki upp á það að maður gangi upp að honum og knúsi hann.
Þið skiljið hvað ég meina!
Það er auðveldara að sniðganga hann en að umgangast hann. Alls ekki illa meint en það þekkja allir þannig fólk. Eða er það ekki?

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger Blinda said...

Mana þig hér með til að gefa þig á tal við hann. Skrítlingar eru gefandi - oft skemmtilegasta fólkið. Sjáðu Megas - ef hann er ekki skrítlingur ??

11:31 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Lindablinda: Ég þekki hann, ágætiskall en það er önnur saga!

11:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

þessi maður hefur augljóslega farið í margar lýtaaðgerðir, með eftirtektarverðum árangri, þar sem skinn hefur verið grætt á hann héðan og þaðan (bæði úr dýra og jurtaríkinu). einnig sér maður í hendi sér að hann hefur fengið faglega ráðgjöf í ímyndarhönnun. er þetta nokkuð Halldór Á?

2:02 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter