Monday, February 27, 2006

...tilvilji

...stundum langar mig að skrifa um margt í einu. Kannski óskilda hluti sem eignast tilgang í heilagri harmóníu við allífið.
Ég hét því(þegar ég ætlaði fyrst að fara að kaupa nýjan bíl) að það fyrsta sem ég myndi gera, væri að taka til í geymslunni.
Síðan eru liðin tvö ár.
Í skápnum frammá gangi fann ég skógrind alveg ferlega ljóta. Get ekki ímyndað mér hvers konar manneskja myndi kaupa sér svona drasl. Að vísu er svona pollapallur undir henni. Þannig að hönnuðurinn var ekki fábjáni, bara smekklaus.
Ég lét hana uppá eldhússkáp hjá mér, til þess að henda næst þegar ég færi með ruslið.
Síðan eru liðin tvö ár.
Ég setti gönguskóna mína í skottið á bílnum svo að ég gæti farið fyrirvaralaust í göngutúra. Nú þegar ég geng nánast daglega um freðmýrar Reykjavíkursvæðisins. Hleðst upp drulla og viðbjóður upp um alla skó.
Þetta eru heilir leðurskór sem gegnblotna aldrei, en lengi hef ég pirrast við að þrífa upp alla drulluna sem þeir skilja eftir í skottinu.
Síðan eru liðin tvö ár.

Það tók mig heil tvö ár að tengja.

Auðvitað nota ég pollapallinn af ónýtu skógrindinni fyrir gönguskóna.
Ég verð að nota bílinn minn til að flytja draslið úr geymslunni á haugana.
Fokk.
Ég ætla að sleppa því að segja ykkur frá bílamálunum.
Næsti póstur verður minni höfundur og meiri Langi Sleði.
Þetta er orðið eitthvað óskaplega sjálfhverft og þurrt.

Góðar stundir
Langi Sleði

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Án þess að vita hver þú ert en hafandi þó lesið bloggið þitt þá kom EKKERT mér á óvart í 4x færslunni hér fyrir neðan. Finnst gaman að ímynda mér hvernig fólk er og þetta kom allt heim og saman við það sem ég hafði gert mér í hugarlund um þig. Svona litlir hlutir segja nefnilega ansi mikið um mann.

12:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

pollapallur - skondið orð

8:30 AM  
Blogger Fríða said...

Þú getur alveg bókað það að ef þú tekur til í geymslunni og ferð með allt á haugana, þá mun þig alltaf af og til næstu árin vanta eitthvað af því sem þú hentir.
Þorirðu að taka þá áhættu?

9:16 AM  
Blogger inga hanna said...

mér var einu sinni bent á að besta ráðið við skítugum skóm væri að búa á fjórðu hæð. skórnir verða hreinir þegar þú ert búinn að labba alla leið upp.

9:32 AM  
Blogger Blinda said...

Það er svona listi á baðskápnum hjá mér sem þarf að líma niður. Alltaf þegar ég sit í baðherberginu í hægðum mínum er mér starsýnt á þennan lista og hann pirrar mig óskaplega. Síðan eru liðin mörg ár.

Þetta fjórðu hæðar trix er algjörlega að virka hjá mér.....er ekki uppáhalds hjá grönnum, en "WHO WIPES?"

3:05 PM  
Blogger Langi Sleði said...

anóní: Kannski segir það frekar í raun, hvað keðjubréfsfærslan segir lítið???
baun: já, mér fannst þetta líka gott orð.
útifrík: já, en þetta snýst líka mikið um alvöru drasl svona eins og safnast upp hjá fólki.
inga hanna: ég veit ekki hvaðan þú hefur þá speki ;-) en þar sem gönguskórnir eru mjög stífir, þá get ég ekki keyrt í þeim.
Lindablinda: Ég vara þig alvarlega við því að ráðast til atlögu á listann að óyfirveguðu máli. Njóttu þess frekar að hann einn getur pirrað þig svo lengi sem þú býrð þarna. Sem gerir hann rétthærri hvaða karlmanni sem er!
Listinn er kannski svona staðgengill karlmanns hjá þér???!!

10:28 PM  
Blogger Blinda said...

en karlmaður væri búinn að laga þetta.........eða hvað?

Nei kannski ekki -

langar samt ekki að eiga lista í stað karlmanns - vont að kúra hjá lista - hvað þá eiga samræður við hann!!!

11:36 PM  
Blogger Blinda said...

eða samræði.............sjís!

11:37 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter