Wednesday, July 12, 2006

...fluga

...réðst á mig í hádeginu! Ég sat úti í sólkróknum og skyndilega kom þessi litla húsfluga með læti og yfirgang. Eftir almenn leiðindi, tók hún meters tillhlaup og skallaði mig svo í ennið! Nú loksins skil ég máltækið, að fá flugu í höfuðið! Hún smitaði mig greinilega af einkennilegu fetishi sem olli því að ég fór eftir vinnu og keypti raftæki í verulegu magni.
Ég keypti nýja vekjaraklukku, ný heyrnatól fyrir mp3 spilarann og svo nýjan mjólkurþeytara. Fór svo í Nóatún, ráða-bæði og rænulaus... og kom út með uppþvottalög fyrir þvottavélar... og ég á ekki einu sinni þvottavél!
Það lærði ég nefnilega þegar ég fór til Ytkemiska institutet, á námskeið í "Surface and colloid chemistry in industry" að það er mörgum sinnum virkara heldur en gamla góða sápan, svo lærði ég slatta í viðbót sem ég segi ykkur ekki frá, nema að ég hafi ykkur fyrir framan mig, tjóðruð við stól!

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já, en flugan? hvað varð um hana?

11:56 PM  
Blogger Langi Sleði said...

baun: flugan...máðist á steina.

12:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Var þetta svona óð fluga?

6:40 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter