Tuesday, July 11, 2006

...hugleiðingar

...sumir virðast halda því fram að þegar Langi Sleði skrifar ekki, þá sé hann dapur!
Því er hins vegar ekki þannig, þó svo að margar færslur snúist yfirleitt um einhvern ákveðinn atburð, er færslan miklu frekar sú mynd sem kemur í huga þér. Hvort sem þér þykir færslan góð eða slæm, þá einhvern veginn fer heilinn í gang og starfar skyndilega sjálfstætt gagnvart aðstæðum, sem eru þér, lesandi góður, hugsanlega fullkomlega framandi. Það er einmitt þess vegna sem þessi heimur er svo skemmtilegur.
Það er hægt að líða í gegnum lífið, í skjóli umræðna um fréttir, veður og dagleg mál. Óafvitandi og skyndilega líður mannskepnan sofandi að feigðarósi, eins og skáldið sagði.
Dagarnir verða hverir öðrum líkari og enginn skilur neitt í því hvert allt "fönnið fór"!
Þetta líkamsræktarátaksheilkenni, sem helmingur þjóðarinnar virðist þjást af þessa dagana. Hve margir ætli séu þarna einungis til að vera meðal fólks. Hve margir eru þarna bara til þess að finna að þau séu til og lifi.
Slatti held ég. Mér var það nefnilega gjörsamlega framandi, þar til í dag, orsök þess að fólk velji það að hlaupa á einhverju bretti innandyra, þegar landið og miðin standa fólki til boða.
Nú í haust, ætla ég loksins að skrá mig í líkamsrækt. Búinn að ætla þangað lengi. Ég veit að ég á eftir að slasa mig á hlaupabrettinu togna í róðravélinni og tapa mér fyrir framan FM hnakkann með tattúin og pósurnar.
Ég bara get ekki beðið!

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Úllalaaahh!!!
Thú verdur algjört ædi (ég meina ædislegri!). Vödvastæltur, ljósa-sólbrúnn, broddaklipptur og tattúveradur. Mundu eftir próteindrykkjunum, en láttu sterana vera (eistun og heilinn hverfa - hins vegar verdurdu óútreiknanlega skapstór/illur!!).
Sem sagt eins og Ken eda Action Man - kannski hittir thú Barbie tharna í Kjötfjallalandi!!
You'll love it!!! And we'll love you!

8:40 AM  
Blogger inga hanna said...

Slaemar faerslur geta lika verid godar... bara a annan hatt.

7:56 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter