Monday, September 25, 2006

...hvað þá?

...Þar sem sú stefna að elda dýrindismáltíðir ofan í tilvonandi húsfrúr og viðfang óra, hefur ekki verið að skila árangri, lagði Langi Sleði hugann í marineringu yfir nótt.
Að morgni dags sat ég svo uppi með þá hugmynd að ég væri að ryðjast um of inn á yfirráðasvæði kvenkynsins.
Á laugardaginn var svo generalprufa á þessari tilraun. Viðfangið kom ákkúrat á réttum tíma, ef dreginn er frá eðlilegur meiköpp tími. Hún mætti í glæsilegum gala kjól og í háhæluðum skóm. Ég hrærði saman tvær bollasúpur í ósamstæða bolla og setti fótboltann í gang. Hún fór á 38. mínútu fyrrihálfleiks. Sagðist hafa gleymt að þvo sér um hárið.
Ég hef nú ekki heyrt í henni síðan, en ég er samt enn vongóður.
Þetta hlýtur að ganga einhvern tímann upp... haldið þið það ekki?
Ef ekki... hvað þá?

Góðar stundir
Langi Sleði

7 Comments:

Blogger Gadfly said...

Málið er að dýrindismáltíð er ekki nóg. Þótt kona fái matarást á þér þýðir það ekki að hún vilji sofa hjá þér, hvað þá giftast þér og eignast með þér börn. En ef þú ert fillkominn að öðru leyti, hjálpa lambalundir þér meira en bollasúpa.

7:21 AM  
Blogger Langi Sleði said...

Eins og amma mín hefði sagt: Óskaplegar tiktúrur og deleringar eru þetta!

9:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Fyndid, thetta hefdi amma mín líka sagt!!!!

12:36 PM  
Blogger Jóda said...

:-) þú ert nú einn af mínum uppáhalds veistu...

11:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ef ekki...þá skal ég giftast þér í ellinni.

3:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Fyndið, þekkti eina svona ömmu sem benti á mig þar sem ég var í mínu fínasta pússi og sagði "ójjj, hver er þessi bera, hún er ÓGEÐSLEG þessi bera".
Eftir þessa reynslu tek ég ekki mark á speki frá ömmum.

2:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

hahahahha!!! Good old times Gunna!!

6:45 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter