Tuesday, August 15, 2006

...frjósemi

...getur birst í mörgum myndum. Þar sem lítið hefur farið fyrir henni hjá Langa Sleða undanfarið hef ég ákveðið að taka frí á fimmtudag og föstudag. Þessum tveimur dögum verður varið í frjósemisaðgerð. Ég ætla að búa til listaverk. Gróf hugmynd hefur þegar gerjast í mér eins og 10 lítra bjórkútur kominn yfir síðasta söludag.
Það kemur í ljós.
...kann hinsvegar góða lygasögu.
Þrír félagar Pétur, Viðar og Óskar, voru miklir vinir þegar þeir lærðu smíðar saman í Iðnskólanum. En eins og vinátta karlmanna endar yfirleitt, þá komst kona upp á milli þeirra. Hún var að læra auglýsingagerð. Það komst upp um hana eftir að hún hafði sængað til skiptis hjá Óskari og Pétri. Það eina sem gerðist var að þeir hættu að tala saman.
Hún er nú samt líklega enn að sofa hjá þeim báðum, allavegana er hún að semja slagorðin sem standa á vinnubílum þeirra beggja.

- Viðar og Óskar, yðar óskir í við! -

- Pétur, sem allt getur betur! -

Mig grunar, samt að hún sé ánægðari með hann Pétur!

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ef listagyðjan yfirgefur þig eitthvað, þá er ég laus í lunch, bæði fimmtudag og föstudag.

12:24 AM  
Blogger Langi Sleði said...

já... það væri æðislegt!

1:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Thú VERDUR ad birta listaverkid á sídunni thinni.

11:49 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter