Thursday, December 21, 2006

...og svo heita þetta fordómar!

...fór í Bónus í kvöld. Ástandið var venjulegt. Fólk að slást um lélegt grænmeti. Að vísu var fólk búið að troða að meðaltali meiru í kerrurnar, ekkert annað. Ég heyrði fólk rífast um það að sleppa þvottaduftinu og kaupa í staðinn stóra dós af sælgætinu í marglitu bréfunum.
Þroskaheft stelpa bjó til neftóbak úr tveimur pokum af íslensku snakki frá Þykkvabæ, opnaði "óvart" stóran poka af skittles útum allt gólf... og hljóp þá af vettvangi... í einu vetfangi.
Toppurinn kom samt þegar Langi Sleði fékk hláturskast... eins og sumir þekkja.
Í gosdrykkjadeildinni, var svohljóðandi tilboð.

Kippa af kók og poki af Sambó lakkrískonfekti fylgir með.
Raunhæfur sparnaður.

...og svo segir fólk að þetta séu fordómar!
Þegar raunhæfi sparnaðurinn er kominn niður í það að eignast poka af lakkrískonfekti, þá er það ákkúrat tíminn til að endurskoða lífið.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger inga hanna said...

ég get fullvissað ykkur um að þessi helv.. lakkrís orsakar fleiri vandamál en hann bjargar!

8:39 AM  
Blogger Fríða said...

Lakkrís er góður :)

8:51 AM  
Blogger Fríða said...

Já, og gleðileg jól :)

10:40 AM  
Blogger Unknown said...

Gleðileg jól jóla-langi :)

10:57 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter