Sunday, December 17, 2006

...saga kærustunnar

... Langi Sleði og fröken voru lukkuleg og hamingjusöm eins og sum kærustupör eru. Hamingjan hafði jafnvel borist út í það óeðlilega hegðun að við vorum búin að kaupa okkur samstæðar rúllukragapeysur... af því það var of hallærislegt að eiga samstæða krepgalla.
Eitthvað hafði hún verið afundin og hvumpin undanfarna daga og vegna þess var ég alls ekkert yfir mig hrifinn þegar hún bauð mér út að borða (má hugsanlega rekja til vannæringar sem er henni sjálfri að kenna).
Ég vissi alveg hvert þetta myndi leiða.
Það átti að dömpa mér á opinberum vettvangi, svo að ég myndi ekki verða mér til skammar.
...hrmpf...
Ég undirbjó mig vandlega, því hún var ekkert að fara!
Las galdrabækur um þá eiginleika sem ég vildi ná fram í henni og það snérist allt voða mikið um óskir, vonir og þrár.
Fallegar línur, rauða rúllukragapeysan, dugleg í eldhúsinu og svoleiðis hlutir voru mér greinilega efst í huga.
Ég hafði magnaðan seiðinn með mér á veitingastaðinn.
Eftir að hún kláraði rulluna um það hvað ég væri nú yndislegur og allt of góður maður... allt of góður fyrir hana, bað ég hana vinsamlegast bara um að hraðspóla áfram því að þessa ræðu hafði ég heyrt alltof oft.
Hún horfði mæðulega á mig og afsakaði sig til að fara á salernið. Ég notaði tækifærið og laumaði seiðnum í rauðvínsglasið hennar. Þegar hún kom til baka byrjaði hún að afsaka sig á milli þess sem hún sötraði vínið (gerir það alltaf þegar hún verður óstyrk þessi elska) ... actually heyrði ég ekki hvað hún var að tala um af því ég var of mikið að fylgjast með þeim dramatísku útlitsbreytingum sem áttu sér stað fyrir framan mig.
Þegar breytingarnar voru fullkomnaðar, var ég svona hálfvegis farinn að sjá eftir öllu saman, leiksoppur örlaganna.
Hún var orðin að kaffikönnu...
Allavegana... ég gat ekki skilið hana eftir og þetta er líklega fyrsta hjónamyndin okkar... ætli þær breytist nokkuð mikið úr þessu? Við erum í samstæðu rúllukragapeysunum.
En hún má eiga það... þetta eru flottar línur

Ég vil líka minna á það að tíminn til að skila inn tillögum að örnefnum fer að minnka.

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Blogger Elísabet said...

afar eftirsótt vaxtarlag hjá dömunni, til lukku.

8:15 PM  
Blogger Langi Sleði said...

baun: já mér finnst það líka, hún er bæði stinn og ... b-skálaleg...

11:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

vona bara að hún verði ekki óhamingjusöm og oft full.

þið eruð annars afar fallegt par:)

11:59 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter