Thursday, January 18, 2007

...kominn tími til

...að Langi Sleði færi að hlæja að sjálfum sér.
Fór urrandi grimmur í ræktina, eftir streð dagsins. Alls konar leiðindi innifalin í bransanum. Var að vísu eitthvað búinn að vera slappur svo að ég gerði ráð fyrir því að það yrði döpur frammistaða.
Ég stillti hlaupabrettið eins og venjulega, hraðann á 12, tímann á 15 og lagði af stað. Eftir tvær mínútur, var ég alveg búinn og þá meina ég ALVEG. Hoppaði af brettinu og fór að velja mér legsteina í huganum. Datt engin skemmtileg grafskrift í hug svo ég leit aðeins betur á brettið. Það hafði einhver húmoristi breytt km/klst í mílur/klst. Þannig að Langi Sleði var að hlaupa 12 MÍLUR/klst eða 19,3 km/klst. Ég stillti korterið á 8 mílur/klst (12,9 km/klst) og kláraði það.

Kosturinn við að vera í Laugum á háannatíma er náttúrulega sá að maður hittir ógrynni af fólki.
Án þess að nöfn séu uppljóstruð, voru þarna fögur fljóð og fínir þankar.
Þetta bjargaði alveg deginum !

Góðar stundir
Langi Sleði

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

That's my boy!

10:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

hvaða mússík valdirðu í jarðarförina?

2:15 PM  
Blogger Langi Sleði said...

ég: :-)
baun: ég var svo upptekinn við það að deyja að ég komst ekki það langt.

2:52 PM  
Blogger Blinda said...

Ertu að segja mér að þú getir ekki hlaupið 20 km á klukkustund?? Langi - þú veldur mér vonbrigðum!

7:14 PM  
Blogger Langi Sleði said...

Lindablinda: Ég veld þér sífellt vonbrigðum hvort sem er. Fyrstu vonbrigðin man ég vel, þú kvartaðir yfir því að ég væri myndarlegri í persónu en á mynd. Ég get að vísu hlaupið á 20 km/klst, ég held það bara ekkert rosalega lengi út :-)

12:19 AM  
Blogger Blinda said...

hehehehe

4:22 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter