Sunday, January 21, 2007

...margt smátt gerir eitt stórt

...ég get ekki orða bundist yfir því atburðum undanfarinna daga... svo illa að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Byrjum á Kompási.
Sigmundur Ernir opnaði á því að tilkynna það að ætlun Kompáss í þessum nýjasta þætti væri að: Komast að því hvernig væri fylgst með barnaníðingum. Persónulega fannst mér megnið af þættinum fara í smjatt á málum Ágústs Magnússonar. Sá maður er greinilega snargeðveikur og á alls ekki að koma nálægt samfélaginu. En bíðum aðeins hæg! Hann er með internetaðgang í vernduðu umhverfi og það þarf nú engan snilling til að átta sig á því að það þarf að passa upp á þennan mann! Er það nokkuð?
Mér sýndist einna helst á þættinum að það væri engin stofnun tilbúin til að taka þetta að sér og mjög takmarkaður áhugi fyrir þessu. Verður fólk ekki reitt lengur? Má ekki öskra í sjónvarpinu? Hvar var Ásta Möller?
Jú hún var í Silfri Egils!
Hef líklega bráðaofnæmi fyrir henni því í hvert sinn sem hún opnar munninn þá fæ ég kjánahroll. Ignorant frá upphafi. Hún náði að væla yfir því, að Ólafur væri að eyða peningum í Elton, hún tók það reyndar fram að það væri virðingarvert að stofna þennan milljarðasjóð, en sagði samt sem áður... "af hverju bara ekki að henda þessum téðu 70 milljónum í viðbót í pottinn". Langi Sleði setur þetta allt í samhengi við atburði síðastliðinna daga og sér strax að það er tvennt í gangi. Annars vegar, þá eru hjónin að losa sig við Sambandspeninga sem þau hafa nákvæmlega ekkert not fyrir og gera ekkert nema að íþyngja þeim andlega, leyfi ég mér að trúa...eða vona. Hins vegar er augljóst að hann er "flaming gay"... eins og hárgreiðslumaðurinn minn sagði um annan stórversír í viðskiptalífinu.
Til þess að fullkomna helgina sá ég svo hluta af myndbandinu sem kennt er við Gumma í Byrginu, heimavídeó uppá nær 400 Mb. Ekki endilega af því að mig hafi langað að sjá hann, en frekar vegna þess að mig langaði að sjá hann undir áhrifum smjörsýru.!. Greyið!
...Ég hef nú mjög takmarkaða meðaumkun með þessum manni en vorkenni fólkinu hans og öllum þeim sem urðu fyrir barðinu á honum....og nei... ég get ekki hugsað mér að gera grín að því að hann noti barðastóran hatt.

Þessi maður hér gefur orðinu fífl nýja vídd. Þetta gleður Langa Sleða með eindæmum, einkum vegna þess að hann er svo óskaplega vitlaus að honum er ekki við bjargandi.
Maður verður að geta brosað eftir svona pistil.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Blogger Bitringur said...

Gott leselsi en arfavitlaus fyrirsögn.

...í tilfelli bæði Gumma í Byrginu og Ágúst Magnússonar var það eitt stórt sem "gerði" margt smátt

11:27 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter