Thursday, January 04, 2007

...pest og lygi

...Langi Sleði fagnaði áramótunum með því að vera umvafinn kvenfólki og líkamsvessum. Reyndar voru flestar konurnar komnar vel yfir fimmtugt, (sem hjálpar reyndar ekki sögunni) þar af leiðandi, eða öllu heldur, auk þess var hann eiginlega sá eini sem sá almennilega um framleiðslu líkamsvessa.
Langi Sleði fékk semsagt leiðinlega kvefpest sem er ekki að gera lukku í byrjun árs.
Þar sem Langi Sleði er á nýjum vinnustað, fannst honum frekar lélegt að mæta ekki í vinnuna þrátt fyrir flensuna. Því drattaðist hann í vinnuna, með álíka þétta slímslóð og maður getur ímyndað sér að 80 kílóa risasnigill dragi á eftir sér.
Syndandi augu leitandi að meðaumkun, drukknuðu í staðinn í burðarþolsteikningum og sendu frá sér ótvíræð skilaboð til heilans að þau vildu heim. Þar sem hvergi bólaði á meðaumkun skrifaði Langi Sleði að hann hefði misst auga og framan af tveimur fingrum í flugeldaslysi. Og viti menn... meðaumkun my way... "in a big way". Hins vegar ætlar flensan ekki að gefast upp. Nema að þetta sé í raun ofnæmi fyrir blómum, súkkulaði og samúðarkortum!

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Úbs, blómin þegar lögð af stað til þín ásamt samúðarkortinu.
Hafðu samt engar áhyggjur, ég borðaði súkkulaðið sjálf.

1:09 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter