Thursday, April 12, 2007

...eftir

...langa íhugun hefur Langi Sleði ákveðið að það er ekki lengur kúl að tjá sig um þjóðmálin á gagnrýnan hátt. Síðan alls kyns fábjánar fóru að tjá sig á íhugunarviðhengjum fjölmiðla, sem eru misvel ígrunduð (og sum ættu reyndar að kallast amk ógrunduð) hefur það komið í ljós (mér að óvörum) að öllum virðist vera hleypt á internetið. Það sem stingur ennfremur augun úr kúnni, er að allir virðast þurfa að tjá sig og vanskilningur almennings um eigið ágæti virðist hafa endurfæðst í nýrri vídd.
Ég hef því ákveðið að bloggið í þessari mynd sé dautt.

Það verður því stefnubreyting hér.
Frumleiki og frygð!

...kannski ekki frygð... það hljómaði bara svo vel með!

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger Fríða said...

Það líst mér vel á

5:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bara ekki hætta!!!!

7:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst nú Langi Sleði tjá sig ósköp sjaldan. Á hann svona erfitt með að fylgja nýjum reglum og vera frumlegur?

12:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Svei mér thá. Ég held ad allt bloggid sé dautt hjá honum Sleda mínum. Er hann svona andlaus thessa dagana? Er bloggbotninn dottinn úr honum? Hmmm....!

11:43 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter