Hjónalíf
Hjónabrestir safnast skyndilega í kringum mig eins og myrkrið, hvergi og allstaðar. Í krókum og kjökrum, brotnum brosum, breysku brölti, byrgir ekki brunninn fyrr en... En svona er nú mannskeppnan, gerð til að falla í freistingar, eins og haustlaufin, sem þekja bílrúðuna að morgni.
Ég bónaði bílinn á föstudaginn, enda hefur ringt látlaust síðan. Það er náttúrulögmál númer, tvöþúsundþrjúhundruðfjörtíuogfimmbjé og hljóðar svo:
Rigna skal látlaust í hvert sinn sem Langi Sleði bónar bílinn sinn, í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Æskilegt er að það rigni á fleiri bíla í leiðinni, en þó alls ekki nauðsynlegt.
Hugrekki til hamingju, eru orð dagsins,
ykkar
Langi Sleði.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home