Sunday, October 17, 2004

Hárblásarakvintettinn

Það er eins og ævintýrin hætti aldrei að gerast í þessum sundferðum mínum. Fyrir nokkru síðan sá ég gamlan mann, sem var hreyfihamlaður af eigin spiki. Hann tók sér stöðu beint fyrir framan mig í sturtunni, reyndar var hann líka töluvert til beggja hliðanna, frá mér séð... en það er önnur ella. Hann var eitthvað að baksa við að fara í sundbuxurnar, jahh... ef buxur skyldi kalla. Þegar maður er farinn að versla buxur í seglagerðinni Ægi. Þá heitir þetta nú bara rétt að kalla hlutina réttum nöfnum eins og; "tjald", hugsaði ég með mér og glotti. Eftir mikið erfiði komst hann loks í báðar skálmarnar og dró skýluna vel upp á maga yfir og inn í fellingar. Utan það að eldspýtnahrúgan ég, sór þess dýran eið að verða aldrei svona feitur, enn einu sinni, þá bjóst ég ekkert frekar við að sjá eða heyra meira frá þessum manni. Eftir góðan pott og gufu, hélt ég svo til búningsklefans á ný. Steig á vigtina, 72 kíló. Frú Bóthildur, ber með þér byrðina. Fyrir aftan mig fór hárblásarinn í gang og ég sá fyrrnefndann fitulýjus beina þessum stóra og fína hárblásara beint upp í rassinn á sér. Mig rak í rogastans. Hvað í andsk. er þetta... Unaðsbros færðist yfir andlit gamla mannsins, svo lyfti hann pungnum og bumbunni. Allt var þetta ofsalega gott. Hvílíkur viðbjóður. Svo er fólk að blása þessu í andlitið á sér og hárið, og skrýtna lyktin... Já skrýtna lyktin fékk skyndilega lögheimili. Oj bara. Seinna sá ég annan mann nota hárblásarann í sama tilgangi, og ganga þessir menn nú undir nafninu: "Hárblásarakvintettinn".

Skýringin á þeirri nafngift er að sjálfsögðu hinn gamalreyndi Blásarakvintett, sem í mínum huga eru 5 gamlir feitir kallar með hávær blásarahljóðfæri. Þetta eru ákkurat týpurnar sem nota hárblásarann í Laugardalslauginni.

góðar stundir

Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég trúi þessu ekki. Þig hefur dreymt þetta....kominn með feita kalla á heilann.

10:21 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter