Wednesday, July 13, 2005

...í kvöld

lá ég með fæturna upp í loft. Í hárauðum strigaskóm. Með borð hlaðið veigum, og hugann hlaðinn veigalitlum orðum. Skelfing var loftið hvítt og hornið asnalega staðsett. Angurværðin, hafði brotist út í munnangri. Tungan benti á unga, stúlku frá Nepal sem hafði aldrei séð sjálfa sig í spegli, fyrir neðan hana var heill fermeter af spegli. Sem ég ætla að baða mig í síðar meir en ekki í kvöld. Skoplegar þessar tilviljanir stundum.
Bíllinn þykist þurfa að hafa vit fyrir mér. Samt geri ég mér enga grein fyrir því hvað hann er að reyna að segja, enda er hann franskur.
Þegar taugarnar öskra af öllum mætti, og tennurnar glamra. Þegar kettirnir mjálma á konurnar í hinni álmunni, rennur áman á stofuborðið, ekki endilega til að vera drukkin, heldur einungis til að fylgjast með. Í ofvæni, vænissjúkra miðla, til að lifa af depurð dagsins, dýrð næturinnar og dásemd draumana.

góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter