Sunday, June 05, 2005

Af fimm fjórðu

Fór á lokaatriði listahátíðar í gærkvöldi. Það voru tónleikar í Háskólabíói með Anne Sofie von Otter, mezzósópran og Bengt Forsberg píanóleikara. Þau tóku skemmtilega syrpu af ljóðasöngvum, eftir sænska höfunda, og svo frægari spámenn eins og schubert, kurt weil, sibelius og mahler.
Þetta var alveg framúrskarandi frammistaða hjá þeim báðum, og mikið fjör.
Og.
Allt ríka og fræga fólkið var mætt á staðinn, og ég fékk það á tilfinninguna að ég væri staddur í séð og heyrt partýi. Loftkossum var dreift eins og sælgæti sæta á milli, og jafnvel yfir heilu sætaraðirnar. Stífbónaðar glæsikerrur, klöppuðu um leið og hinir, en varalituðu sig í takt við hrynjandina. Listaspírur, snobbuðu niðurávið, og mættu á inniskóm og gallabuxum eins og þeirra er von og vísa, enda hljóta dramastykkin sem eru á leikhúsa-fjölunum þessa dagana setja sitt mark á melancholiuna þeirra.
Verð að fara að bulla meira hérna.

Góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter