Thursday, August 31, 2006

...rangur titill

...af biturri reynslu minni vildi ég ekki tjá mig á síðasta kommentakerfi. Ég á það nefnilega til, yfirleitt af vel yfirlögðu ráði, að segja nákvæmlega það sem má ekki segja!
Í þessu konusamfélagi virðist ég vera eins lífsseigur og kjaftasaga í saumaklúbbi, en í sama mund jafn dauðadæmdur og tourette sjúklingur í þjónaskóla.
Þannig er það nú bara og ég veit ekki af hverju!
En ég hafði afskaplega gaman af þessu og hló mikið!
Ég minntist á það um daginn að stundum væri það líkt og að grimm kona hafi lagt á mig álög (samanber bílavesenið). Nú hefur tekið sig upp verkur í baki sem leiðir fram í brjóst og öfugt. Því vil ég biðja þá sem lagði álög á mig að aflétta þeim hið fyrsta og bjóða fram nudd í sárabætur.

Góðar stundir
Langi Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Komdu thá daudadæmdi tourette kjúklingurinn (nei ég meina sjúklingurinn!) thinn, ég skal nudda thig ;-)

2:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já svo þú heldur að þú sért í álögum:) Góð hugmynd hjá þeim sem datt það í hug. Mér finnst ótrúlegt að það hafi verið "ég said" og ég hef alla vega ekki galdrað þann seið. Ef ég hefði þann hæfileika myndi ég eflaust nota hann gáfulega (?) og ekki níðast á Langa Sleða sem þrífur í kringum sig. Auk þess væri ég líklega ekki ein upp í sveit með kött sem stökk.

P.S Ég tek nudd fyrir nudd.

6:41 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter