Monday, August 21, 2006

...rækallinn

Listaferð Langa Sleða hófst með prýði þennan fagra laugardagsmorgunn.
Vaknaði snemma og gerði hátíðarútgáfu Muellersæfinganna. Hlustaði á kveðjuræðu Halldórs í útvarpinu um leið og ég gæddi mér á nýbökuðu bakkelsi.
Útbjó mér nesti í sama stíl og valdi tónlist fyrir ferðina. Þetta yrði ævintýralega góð ferð.
Ég vissi svona nokkurn veginn hvaða staði ég ætlaði að heimsækja enda ekki í fyrsta sinn sem Langi Sleði leggur af stað í listaferð. Eftir að stað var komið fann ég fljótlega afskaplega skemmtileg myndefni og dundaði mér þar lengi vel í fögru veðri. Einhvern veginn leið mér afskaplega vel að vera laus við fólk og fjendur, valdi í dag fjöll og fé.
Allt var gott.
Brosti til sveitarinnar, skilta sem höfðu verið skotin í klessu, blindhæða og hættulegra beygja. Léttur andvarinn lék um túnin og stráin hneigðu sig niður vindinn eins og fagurlega skapað teppi. Þar til ég kom að síðustu blindhæðinni. Kölluð í daglegu tali blindhæðnin, þó ég hafi aldrei verið blindhæðinn, þá fannst henni eitthvað tilvalið að setja mark sitt á mitt.
Langi Sleði brunaði yfir stóran grjóthnullung sem dróst eftir undirvagninum með ískri og skrensi, þúmpi og banki. Það kviknaði snarlega á olíuljósinu og ekkert annað að gera en að stöðva bílinn. Einhver grjóthnullungur sem þetta helv. jeppapakk hafði skotið inn á veginn í einhverjum ofsaakstrinum. Andskotans.
Það þyrmdi yfir mér, en létti enn meira yfir sveitinni og nú sást hvergi ský á himni.
.
.
.
Já, ég var stopp og ekkert að gera nema að bíða eftir því að vera sóttur.
.
.
.
Nú er tilvalið að ég segi ykkur frá fyrri eiganda bílsins míns. Það kom mér mikið á óvart þegar ég sá að í bílnum var innbyggt segulbandstæki enda hef ég ekki séð slíkt, jahh... síðan ehhmm... árið 2000. Þegar ég hinsvegar uppgötvaði að fyrri eigandinn væri geðlæknir, féll þetta allt í réttar skorður. Þar sem hann hefur líklega stundað það að hlusta á sjúrnalana í og úr vinnu. Þetta þótti mér, á einhvern óeðlilegan hátt, afar vænt um.
.
.
.
Ég settist í farþegasætið og byrjaði að rita þessa færslu með annarri hendi, hina hendina hafði ég í segulbandstækinu, svona til hughreystingar. Hugsaði mikið um það af hverju ég gæti ekki átt einn einasta fullkominn dag í friði fyrir öllum öðrum. En ákvað svo að þessi barlómur minn næði nú örugglega ekki inn á topp 100 af því sem greyið bílsálin hafði þurft að heyra áður, svo ég þagði bara og setti John Coltrane í geislaspilarann.
.
.
.
Á sunnudagskvöldið kl 10. hringdi svo viðgerðarmaðurinn og tjáði mér að olíupannan hefði brotnað. Hann spurði mig hvort ég hefði nú örugglega náð að stöðva vélina nógu og snemma því þá hefði ég getað eyðilagt hana. Helvískur... Ég sofnaði ekki fyrr en kl 2 um nóttina, en þá var ég búinn að spyrja mig þessarar spurningar hátt í 3000 sinnum.
Á morgun kemur svo stóridómur. Nei eða já af eða á.
Hér er ein mynd af afrakstri dagsins.

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fyrir mér er thessi færsla algjört deja vu frá fjölskylduferd sumarsins. Mótorinn okkar meikadi thad!! Hjúkket!!

7:42 AM  
Blogger inga hanna said...

ekki gott á þig!
en góð mynd samt...

9:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er viss um að þú lumir á fleiri myndum handa okkur..

6:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, við bíðum spennt...lifði bílvélin listaflippið þitt af?

5:34 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter