Wednesday, September 06, 2006

...skemmtilegra

...Íslendingar töpuðu 0-2 fyrir Dönum í knattspyrnu í kvöld. Ekki skal deilt um það að Danir séu a.m.k. einum styrkleikaflokki fyrir ofan okkar íslensku stráka. Þrátt fyrir að dómarinn hafi gert sitt besta til að skemmta áhorfendum, með því að setja upp flautukonsert svipaðan og einleik Péturs Pan í töfraflautunni, þá dugði það ekki meira en svo en það rumdi illilega í mér þegar ég renndi mér í heita pottinn. Danska var algengasta tungumálið í mínu horni, ég forðaðist allan augnkontakt enda ekki í nokkru skapi fyrir háðsglott. Ég lyfti annarri buxnaskálminni og kúkaði í pottinn. Stakk íslenska fánanum (þessum snittufánum sem eru á tannstönglunum), á hann og lét hann reka í átt að Dönunum. Það varð náttúrulega uppi fótur og fit og þeir voru fljótir að láta sig hverfa. Nú hafði ég pottinn alveg fyrir mig einan og hugsaði: "Hahh... 2-1 er allavega betra en 2-0"

Góðar stundir
Langi Sleði

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Eins og við hefðum átt einhvern séns... hvaða sjúklega og fáránlega bjartsýni er alltaf í gangi hjá meðlöndum mínum??

11:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ahahahhah ahhaha
ahhahahah ahahahahah
ahahah

ahahhah ahahahah
ahhaha ahahah
ahahahhaha

11:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tek undir thad sem anonymous II sagdi.

7:10 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter