Sunday, September 17, 2006

...vald

...er vandmeðfarið.
Reyndar er það svo að ég man ekki eftir einum stjórnmálamanni, sem hefur höndlað það vald sem honum hefur verið látið í té.
... og meginreglan, því meira vald, því stærri bommertur á fyllilega við í íslensku stjórnmálalífi.
Verð nú samt að viðurkenna að mér finnst stíll yfir því þegar heill flokkur tekur sig til og vendir seglum, þegar skútan er svotil sokkin.
Svona svipað og að kúka á sig íklæddur kafarabúningi. Sem er reyndar bæði fyndið og heillandi.
En svona í alvöru! Man einhver eftir stjórnmálamanni sem höndlaði valdið?

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekki spurning...Stalín "höndlaði" valdið prýðisvel. Ekki annað hægt en að "dást" að hugmyndaauðgi hans. Allar mismunandi fimm ára áætlanirnar, menntun kvenna, fölsun á sögunni og ef einhver mótmælti honum þá hvarf sá sami samstundis ásamt flestum vinum hans. Ekki hægt að segja annað en að hann hafi nýtt sér valdið til hins ítrasta.

Og hefjið stórskotahríð núna...

7:33 PM  
Blogger Hrólfur S. said...

Olof Palme

11:26 AM  
Blogger Elísabet said...

Mahatma Gandhi

2:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Albert Guðmundsson

8:38 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter