Viltu nammi væna?
Já, gærdagurinn var ömurlegur og ég ætlaði nú aldeilis að verja deginum í dag í eitthvað uppbyggjandi. Byrjaði daginn á lýsi og vítamíni, og smellti mér svo í göngutúr. Labbaði upp í Öskjuhlíð og ég sver það, ég held að fólk búi þarna. Það eru alltaf einhverjir þarna uppfrá. Ég rölti framhjá pörum á ýmsum aldri sem litu á mig ásakandi augnaráði, eins og að ég hafi tekið kærustuna mína og grafið hana þarna í frosinni hlíðinni einhversstaðar. (eins og að ég hefði nennt að grafa!!!!). Ég reyndi að setja upp góðlátlegt bros og segja góðan daginn.. en fékk bara eitthvað mumbl til baka. Ég tók stefnuna á bakaríið og þúsundkalli síðar hélt ég heimáleið. Greip Fréttablaðið niðri og undirbjó morgunmat fyrir kónga. Settist svo með allar græjur við borðstofuborðið og byrjaði að fletta blaðinu. Grein helgarinnar, er um kennara sem er hóra til að drýgja tekjurnar. Hvað er hægt að leggjast lágt í fréttaflutningi. Hún tjáði fréttamanni það að Öskjuhlíðin væri svo algengur ríðistaður perra og níðinga að það væri nú bara plássleysi og biðröð. Hóran stimplaði mína fínu morgungöngu, sem perralæti í mér og fólkið sem ég hitti, voru bara aðalfundur grasrótarhreyfingar framhjáhalds-sambanda sem finnast gott að gera það upp við grenitré eða einmana perrar sem eru að svipast um eftir kanínum í besta falli.
Þarna var þessi fíni göngutúr ataður aur og nákvæmlega ekkert skemmtilegt við að vera perri. restin af deginum fór í það að þrífa og í það að pæla hvert á ég að ganga næst.. óhultur..
kveðja
Langi Sleði
1 Comments:
Taktu með þér myndavél næst....og þegar þú mætir skömmustulegu pari smelltu þá af. Gæti komið eitthvað skemmtilegt út úr því.
Post a Comment
<< Home