Sunday, April 03, 2005

Að kvöldi dags

Eftir baðdaginn mikla, fannst mér nauðsynlegt að liggja upp í sófa og hlusta á góða tónlist. Dagurinn gekk bara vonum framar, takk fyrir, og heilmiklu var komið í verk. Miles Davis þandi trompetinn, og ekki leið á löngu þar til að ég uppgötvaði að augun voru lokuð. Ég reif mig upp með rótum og skreiddist inn í rúm. Í svefnrofanum dreymdi mig, líklega, af hverju ég hafi aldrei séð mig fyrir mér gamlan.
Skildi það ekki.
Er það ekki alvanalegt að fólk sjái fyrir sér, að eftir 30 ár þá verði það svona og svona, eða hafi a.m.k. einhverja hugmynd um hvert það stefnir og hvað það vill?
Ég verð að viðurkenna að ég hafði nú bara alls ekki pælt neitt í þessu.
Í staðinn fyrir að dreyma, hvernig ég væri gamall, dreymdi mig þessar vangaveltur.
Vaknaði svo útsofinn kl 9. og sá að ég var búinn að afklæða báða koddana mína.
Furðulegt, hugsaði ég, afskaplega furðulegt. Veit einhver hvað mér gekk til?
kveðja
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter