Svo skal hver fljúga, sem hann er fjaðraður.
Það eru engar frekari útskýringar á þessum málshætti.
Hann lenti í vörslu minni, án þess að brjótast fram úr páskaeggi, án þess að nokkur mannvera hafi látið hann í lófa minn.
Bara allt í einu var hann hérna, eins og hann hafi alltaf átt hér heima.
Til að undirstrika furðulegheitin, þá var málshátturinn frá Mónu. Ég hef aldrei keypt Mónu páskaegg.
Dularfullt.
Mér datt í hug að þessi málsháttur væri á einhvern hátt ætlaður mér, og hugleiddi það meira að segja að fara út í búð og kaupa 10 páskaegg, til að minnka merkingu málsháttsins. En ég óttaðist það um of að ég fengi sama málshátt í öllum eggjunum.
Það yrði bara of mikið, of mikill sykur, of mikið af páskaungum, of mikið af eigin barmi, of mikið af eigin harmi, of mikið af öllu.
En Langi-Sleði, óskar lesendum gleðilegra páska og ánægjulegs insúlínsjokks, og megi dagar ykkar verða blómum drifnir.
góðar stundir
Langi-Sleði
4 Comments:
Gleðilega páska sjálfur :)
takk :-)
I want not concur on it. I think nice post. Particularly the title-deed attracted me to study the unscathed story.
Genial fill someone in on and this mail helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.
Post a Comment
<< Home