Það að skipta um útvarpsstöðvar...
hefur engin áhrif á tímann, nema maður geri það nógu oft. Þá getur maður látið mínúturnar líða, eina í einu. Sem þýðir, að það er alltaf einhver að skipta um útvarpsstöðvar. Ég fyllist þakklæti til Bylgjunnar, FM957, Létt osfrv. fyrir að láta vera svona skiptihvetjandi tónlist í útvarpinu, og stuðla þannig að fljótri líðan daganna.
Aftur á móti hvessi ég augun í átt að Rás 1, og bið þau að taka Rás 2 sér til fyrirmyndar. Það er mjög auðvelt að skipta af honum Gesti Einari. Verst að Gestur Einar er ekki tveir.
Góðar stundir
Langi-Sleði
0 Comments:
Post a Comment
<< Home