Friday, April 01, 2005

Ég þarf að játa...

...að ég var búinn að hlakka til að spila fótbolta í þessu fína veðri sem var í dag.
...að snjókoman sem mætti mér þegar ég kom út, dugði næstum því til að snúa mér við heim.
...að ég var orðinn rennandi blautur og votur eftir 5 mínútur.
...að ég lokaði augunum þegar ég hljóp á móti snjókomunni.
...að eftir 20 mínútur var ég dofinn í tánum og heyrði ekkert nema taktfast skvampið í skónum.
...að eftir 30 mínútur var ég orðinn svo blautur að vatnsprósentan í líkamanum var orðin hærri en í agúrku
...að mér hefur ekki liðið jafn fíflalega síðan ...ég veit ekki hvenær.
...
...jú...þegar ég klemmdi mig hjá Ríkisskattstjóra í gær, en það er ekki þessi saga.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Að kommenta já. Er komment sem bara kemur til af þörfinni að segja eitthvað, jafn gott og komment sem kemur til af óútskýrðri þörf til að tjá sig og ota sínum tota...að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þú skilur.

Fótbolti er tímaeyðsla. Tilgangslaus tímaeyðsla, hef ekkert um fótbolta að segja.

9:57 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter