Monday, February 28, 2005

Daglegt brauð

Langi-Sleði lenti í rudda núna áðan. Eftir helberan yfirgang og leiðindi í verslun hér í bæ, nánar til tekið í Nóatúni, ókurteisi og hamagang, gat ég bara ekki orða bundist.

Langi-Sleði (stundarhátt): "Ég sem hélt að svona fólk verslaði bara í sjoppunni á litla Hrauni."
Ruddinn stjakaði við Langa-Sleða og sagði: "helvítis aumingi, viltu að ég endurskipuleggi á þér andlitið"
Langi-Sleði: "Það er nú að álíka freistandi að berja þig og að ríða haltri hóru!"
Við þetta braust út mikill hlátur í versluninni.
Ruddinn: "Helvítis... djöfulsins" sagði hann um leið og hann henti frá sér vörunum og strunsaði út.

Svona fólk.

Ef fólk skyldi kalla.

Slappaði af í sundi, eins og oft áður. Fór að hugsa hvort það væri eitthvað meira eða minna freistandi að ríða höltum hórum, ef út í það er farið... Sá svo einhvern veginn eftir þessu öllu saman.
góðar stundir
Langi-Sleði

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Thíhí

1:20 AM  
Blogger Jóda said...

En ótrúlega skemmtilegt!

1:03 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter