Saturday, July 02, 2005

Live ate!

Eftir að fótboltafélagarnir lögðust inn á elliheimili, hætti ég að spila fótbolta á föstudagseftirmiðdögum. Mín skoðun er að það ætti að lögleiða íþróttir á föstudagseftirmiðdögum, fólk þarf að losa eftir vinnuvikuna. Miklu betra en að drekka sig fullan, og losa í einhverja ókunnuga stelpu ... einhversstaðar... af hverju ætti hún að líða fyrir mína vinnuviku. Eníveis, þetta er kannski önnur umræða og forsagan gegnir allt öðru hlutverki og kráarkynlíf er engin sérstök saga.

Ég þurfti því að finna nýja leið til að ljúka vinnuvikunni. Ég skil símann eftir heima, rölti niður í bæ og fer á kaffihús og glugga í blöð. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, en þetta er yndislega endurnærandi. Oft hitti ég fólk sem ég hef ekki séð í áraraðir, og oft hitti ég fólk sem ég á áreiðanlega aldrei eftir að sjá aftur.

Í dag, hitti ég m.a. feðga sem ég veit nákvæmlega ekkert um, nema 3 ára snáðinn, var svipað gáfaður og pabbinn, í mínum augum allavegana.
Ég byggi þessa skoðun mína algerlega á einu samtali, og finnst það bara fjandi gott.

Faðir (nógu og hátt til að kaffihúsið heyri): "Jæja, sonur nú þurfum við að koma heim því ég er að fara að spila á tónleikum á eftir."
Sonur: "Æ Nei" (hann var upptekinn við að klifra uppá stóla)
Faðir (kraup niður og tók í báðar hendur á stráknum): "Jú, veistu af hverju pabbi er að fara að spila? Það er af því að í Afríku deyja 50 þúsund börn á hverjum einasta degi, veistu það?"

(Innsk: Sko, hann er þriggja ára, veit ekki hvað 50 þúsund er, hann veit ekki hvað Afríka er, hann veit varla hvað tónleikar eru)

Sonur: "Af hverju?"
Faðir: "Af því þau eiga ekkert að borða"
Sonur: "Af hverju? Koma þau að borða?"
Faðir: "Svona komdu!"

Einhverjir lesendur, þekkja hlátursköstin mín og nú upphófst eitt slíkt, kæft í latte. Sæta stelpan á næsta borði, horfði á mig svitna og hristast með andlitið oní latte, með ráðavilltum svip... eins og hún væri að vega og meta hvort hún ætti ekki bara að skella Heimlich takinu á mig, svona bara til öryggis.
Ég jafnaði mig, ég var búinn að hleypa vikunni út. Reyndar las ég um alveg magnað verk í Berlín, sem er verið að byggja í minningu um látna gyðinga í heimsstyrjöldinni.
Arkitektinn, Peter Eisenman, hefur líklega skráð sig á spjöld sögunnar með þessu verki. Mig langar að skoða þetta, held að það sé ansi áhrifamikið að vera þarna. Ég mæli með því að þið skoðið þetta.

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég týndi mér í þessari síðu. Varð fyrir hughrifum...verð alltaf fyrir hughrifum. Vildi að ég skildi þýsku betur.

Já og tónlistarpabbinn *er* dálítið hlægilegur. Skil það vel að þú hafir rekið upp hýenuhlátur.

1:08 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter