af húsdýrum.
Langi Sleði er mikill óvinur húsdýra í borginni. Páfagaukar, kettir, hundar og bólfoltar, eru þar í fararbroddi. En ég finn nú til einhverrar meðaumkunar með hömstrum, þar sem þeir eru bara að finna sér stað til að ríða á.
Ástæður óvildar minnar eru fyrst og fremst sá subbugangur sem dýrunum fylgir, lyktin, og vangeta húsráðenda til að þrífa eftir dýrin sín.
Kettir tróna langefstir á listanum, sem leiðinleg dýr. Listinn er einfaldlega of langur til að rekja hverja einustu sögu en hér koma stikkorð úr þeim sem ég man.
Kona 1.
Kona sem bjó í herbergi með kettinum sínum og kattasandinum, viðbjóðsleg lykt og hár útum allt.
Kötturinn fékk aldrei að fara út og var taugaveiklað gerpi sem varð þess valdandi að maður fór helst ekki í heimsókn þangað.
Kona 2.
Þegar ég gisti hjá henni, varð kötturinn afbrýðisamur, um miðjar nætur fannst honum gaman að hoppa í rimlagardínunni. Þegar hann fékk ræpu upp í rúmi eina nóttina, þá var mér nóg boðið. Það var ekki kötturinn eða ég, ég var farinn.
Kona 3.
Sama rimlagardínuvesen, hár útum allt og fannst gaman að naga sokka! Helst á meðan maður var í þeim.
Hundar, eru mun einfaldari ekki jafn mikið hárlos en þeir eru bara svo heimskir greyin. Hugsanlegur þáttur í þessu viðhorfi er líklega, þar sem ég var í sveit, þar voru hundar í sínu náttúrulega umhverfi. Það er bara ekki rétt að hafa hund hér í borg, þeir verða bara ekki glaðir greyin.
Páfagaukar, vond lykt og fjaðrir. Reyndar kann það að hafa áhrif á þessa skoðun að sófinn minn blæðir fjöðrum, alveg hata ég það.
Bólfoltar, ég keyrði yfir bólfolta á leiðinni heim, af hverju er þetta ekki í fyrsta skipti!! Að vera á stjákli í rigningu í niðamyrkri, jájá.. þá líður þeim best. en af hverju að halda sig á götunni? Ég keyrði yfir bólfolta nr 103 á leiðinni heim, og það var subbugangur út um allt.
Góðar stundir
Langi Sleði
6 Comments:
Var það sá hundruðasti og þriji sem þú keyrðir yfir, eða var hann merktur 103?
auðvitað átti þetta að vera þriðji - mental note: aldrei að skrifa neitt fyrr en fyrsti kaffibollinn er kominn á sinn stað!
Jamm, þetta eru merkileg fyrirbæri.
velti því fyrir mér hvort þú hafir nokkuð gist hjá systur minni
(kona 3)... þá er bara mamma eftir!!
ertu með símann hjá henni?
Bólfoltar? Eru það lífrænir fótboltar? Bólfélagar til að sparka í? Ég hef sennilega "valtað yfir" nokkra slíka, lent í árekstum við 2-3 en aldrei ekið yfir þá í bókstaflegri merkingu.
Post a Comment
<< Home