það lentu ský í lófa mínum
Ég þurfti að fara norður í gær.
Það var mjög hratt logn sem varð til þess að vélin hoppaði og skoppaði til, alltaf frekar óskemmtilegt.
Konan í sætinu fyrir framan mig byrjaði á því að öskra mjög fljótlega, og kjökraði svo lengi vel.
Karl aftar í vélinni, fór að hlæja eins og páfagaukur á sterum.
Í þokkabót var mp3 spilarinn minn batteríslaus.
Ég neyddist til þess að hugsa þessar 45 mínútur stanslaust.
Af engri sérstakri, eða augljósri ástæðu, þá fór ég að velta flughræðslu fyrir mér.
Fyndið, að vera í 15000 fetum, geta nákvæmlega ekkert gert, nema að skíta í buxurnar, yfir því að geta ekkert gert.
Þetta er svo yndislega tilgangslaust, svona ef maður fer að hugsa um það. En svo fór flughræðslan að færa sig upp á skaftið, ég fór að hugsa um lofthræðslu, þaðan leið hugurinn að bílhræðslu.
Hræðslur snúast einhvern veginn um aðstæður sem við ráðum ekki við.
Liggur það þá ekki í hlutarins eðli, að konur eru stjórnsamari en menn?
"Við hvað er ég hræddur?"
Mér til mikillar furðu varð til listi sem birtist hér:
Konur, ástin, (hvort tveggja mjög illviðráðanlegt),
langveiki, lömun, (hvort tveggja frekar illviðráðanlegt)
vatnslekar, bílslys, (hvort tveggja illviðráðanlegt)
slöngur, köngulær (hvort tveggja doldið asnalegt)
bómull, . (ok. ég viðurkenni það.. bara fáránlegt)
Það sem bjargaði mér að listinn varð ekki lengri, er að flugfreyjan tilkynnti að aðflug væri hafið. Allt í einu var konan farin að kjökra, kallinn farinn að hlæja, og ég hafði verið snupraður um vondan kaffibolla.
góðar stundir
Langi Sleði
3 Comments:
Frábært blogg! Hélt að tæknifræðingar gætu ekki skrifað ;D
segi og skrifa: frábært blogg kæri leyndó-sleði dreði :)
Gleymdu ekki efnahagsástandinu. Verðbólga, vaxtahækkun, gengishrun og allt þetta sem enginn virðist vera ábyrgur fyrir og engin leið að hafa stjórn á. ÞAÐ er ógnvekjandi. Það er þó allavega hægt að kúga hitt kynið ef það lætur ekki að stjórn með góðu.
Post a Comment
<< Home