Sunday, April 10, 2005

Án kvæða getum við lítið gert...

Kvæðamannafélagið.

En það er ekki viðfangsefni dagsins, tilefnið er að forstjóri hversdagsins gerði víðreist, fröken Alstaðar var hvergi bangin. Andvarp yfirgnæfði mig í rykfrakka og rétti mér bækling um spegla. Ég sá margra ára ógæfu í hendi mér, þannig að ég hljóp af stað. Skyndilega umkringdur stöðumælum, stöðugum mælingum og klinki.
Það ringdi píanóum í dag, en ég sá það aldrei, heyrði bara óminn, það var allt og sumt, en samt yfirdrifið.
Það má segja að dagurinn hafi verið undarlegur, en mig grunar að þetta hafi verið mánudagur að feika sig sem sunnudag. Með snert af kvefi í hné, er að því að hugsa um að taka fótinn af við eyrað af öxlinni. Það er það eða aspirin.
kveðja
Langi-Sleði

1 Comments:

Blogger Gadfly said...

Þú átt sérlega skemmtilega spretti. Góður texti.

9:49 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter