Wednesday, December 01, 2004

Miðvikudagur

Eftir að hafa slegið vekjaraklukkuna utanundir, með fimm mínútna millibili í heilan klukkutíma, þá opnaði ég augun. Það fyrsta sem ég sá var tagl, ég staulaðist fram úr rúminu og burstaði í mér tennurnar. Ég leit í spegil og sá að ég var hestur. Ég sem var búinn að ákveða að fara í ljósblárri skyrtu í vinnuna í dag. Frekar svekktur yfir því, en var samt ánægður með að vera skjóttur.

Mætti á fund kl 9 og eftir fyrsta kaffibollann, fór líkami minn smám saman að taka á sig kunnuglegri mynd. 10:30 vaknaði ég svo alveg og áttaði mig á því að ég var enn frekar skjóttur. Litgreiningin mín hafði eitthvað klikkað í morgunmyglunni.

Hrossið virtist þó eitthvað fylgja mér í gegnum daginn, þar sem ég losnaði aldrei við makkann og svo gekk allt einhvernveginn á afturfótunum. Hryssingsleg vinnubrögð í vinnunni osfrv.

Að loknum 14 tíma vinnudegi kom ég heim og fór beint í sturtu, verðskuldaði bjór og hafra.
góðar stundir, betri daga
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Djúpur. Finn ekki botninn.

11:00 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter