sólir, reikistjörnur og annað smálegt
Sumir dagar líða þannig að það er eins og lífið gangi út á það að breiða út faðminn og grípa sólina. Þetta eru dagarnir sem við öll þekkjum... þegar okkur færist of mikið í fang.
Eins og lesendur vita... þá er Langi Sleði mjög ómissandi... enda flínkur að grípa sólir, reikistjörnur og annað smálegt.
Við þekkjum líka öll, fólk, sem getur ekki einu sinni gripið andann á lofti, þótt lífið liggi við.
Langi Sleði tók þá stóru ákvörðun að reyna að hætta að ergjast út í ÞETTA fólk. Síðan þá er ég búinn að uppgötva valíum. Valíum hjálpar sólum og stjörnum að svífa miklu lengur, ekki í átt að mér, og yfirleitt beint í faðminn á þessu erfiða fólki.
Mér finnst það fyndið að fólk hafi engan tilgang í lífinu, nema ég sé á valíum.
góðar stundir
Langi Sleði
0 Comments:
Post a Comment
<< Home