Sunday, February 13, 2005

Stríð og friður

Þeir sem hafa lesið Dostójevskí, þekkja það að það er alls staðar stríð og friður. Langi-Sleði kom heim eitt kvöldið og fann fyrir geysilega mikilli öryggiskennd, er hann lokaði hurðinni að íbúðinni. Heimilið mitt, athvarfið mitt, dásamlegu húsgögnin mín, bækurnar mínar, lífið mitt, friðurinn minn. Ég mætti köldu ásakandi augnaráði, eldhússins, um leið og hurðin small í lás. "Það er uppvask sem bíður þín, letihaugur", glamraði í hnífapörunum. Ég flýtti mér inn í stofu, bara til að horfa í augun á rykugri gluggakistu, og gömlum dagblöðum. "LANGI-SLEÐI, hvað á þetta að þýða", ég kveikti á tónlist, og hún var fljót að þagga niðrí öllumþeim leiðindum sem ásóttu mig. "Aldrei friður, hugsaði ég með mér". Alls staðar stríð og friður, alltaf.
góðar stundir
Langi-Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

*sakn*

11:15 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter