Sunday, January 02, 2005

Farfuglar

Ég hef verið að fylgjast með svanapari núna undanfarið, svona nokkurn veginn óafvitandi. Mikill blossi þar, svo síðustu daga hef ég ekkert séð þau. Þá fór ég að velta því fyrir mér. Staðurinn sem þau voru á, er svo ofsalega tómur núna að það er eins og það hafi aldrei komið þarna nokkuð dýr, hvað þá svanir. Frá glugganum mínum séð er staðurinn svo þrunginn þeim leyndardómi hvert svanirnir hurfu. Eins og það sé verið að hilma yfir sögu staðanna. Skemmtilegt orð hylming. Það er ekkert eins og "rendez vous". Staðurinn varr svo skelfilega tómur að ég rölti þangað í dag, svona í von um að finna líf, í það minnsta í að bæta mínu í þetta óskaplega tóm. En viti menn, ég fann engin ummerki um að þarna hafi svanir yfirleitt stigið í lautu, stigið sporið, háls í háls. Núna er ég farinn að efast stórlega um að ég hafi verið að fylgjast með fuglum yfirleitt. Allavegana, það var í þennan mund sem mig renndi í grun eitthvað um farfugla, einhverntímann lærði ég eitthvað um farfugla. Hef einhvern veginn reynt að gleyma þeim allt mitt líf. Því konur Langa-Sleða, hafa allar verið farfuglar.
Þoli ekki farfugla
Góðar stundir
Langi-Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Farfuglar eru ágætir...svo lengi sem þeir koma ekki aftur og aftur á milli þess sem þeir fara. Hmmmm

2:17 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter