Wednesday, December 29, 2004

Draumar

Dreymdi furðulega í fyrrinótt.
Skömmu fyrir svefninn hafði ég ákveðið að sofa í nærbolnum, þar sem mér var hrollkalt. Ég var í hvítum nærbol, þar sem ég hafði verið í þannig skyrtu um daginn. Upp hefjast þessar rosalegu draumfarir um að ég sé sofandi, í bláum nærbol. Hvað er málið með það? Svo hrekk ég upp um miðja nótt, og kíki á nærbolinn... sem var enn hvítur. Kommon, klukkan er bara fjögur. Einhversstaðar inn í mér heyrði ég svo, "hahh, ég vissi það!". Nú var ég ekki alveg með á nótunum hvaða sjóntruflanir höfðu orsakast af ofáti um jólahátíðina. Ég hlammaði mér aftur á koddann.
"hmmm, færri dagar, sama magn af mat" ÞAÐ hlýtur að enda með ósköpum.
"hmmm, kannski þrýsti maturinn allur á heilann" ÞAÐ hlýtur að enda með ósköpum.
"hmmm, kannski borðaði ég bita úr heilanum" ÞAÐ hlýtur að enda með ósköpum.
"hmmm, kannski er feitt fólk bara vitlaust"
"hmmm, kannski er ég að verða feitur" ÞAÐ hlýtur að enda með ósköpum.
"hmmm, ósköp"... sköp...ÞAÐ hlýtur að enda vel.
. .. .... .... ...... ............... ................................................................
Svona dúndruðust hugmyndir í hausnum á mér alveg þangað til vekjaraklukkan sendi frá sér ámáttlegt vein.
8 dísus.... ef þetta verður ekki mánudagur í helvíti...
kveðja
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sko...skammturinn er: 1 gul og tvær bleikar. Það má ekki rugla mikið með þetta.

12:01 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter