Thursday, May 26, 2005

Langferð

Ég lagði upp í langferð og stefnan var á móti sólu! Með bakpokann hlaðinn af eftirvæntingu, von, súkkulaðirúsínum og salthnetum hélt ég af stað.
Í fyrstu voru sporin létt, ég sá leiðina sem ég átti fyrir höndum og berfættur hljóp ég yfir iðagræna velli.
Smá saman bættist í bakpokann, ofinn og vafinn efinn.
Ég veit ekki hvort svona leiðir hálfna, en skyndilega var ég farinn að hlaupa á grjóti, á svipuðum tíma, varð ég að losa mig við súkkulaðirúsínurnar og salthneturnar, því ofinn og vafinn efinn tók sífellt meira pláss í bakpokanum.
Grjótið varð sífellt grýttara, hvassara og brekkurnar urðu sífellt brattari. Ég losaði mig fyrst við eftirvæntinguna, þó hún tæki ekkert pláss og hún væri alls ekki þung. Ég var farinn að klifra, hruflaður á höndum og fótum, klifraði ég áfram upp, en samt fór samt hægar en fjallið hækkaði.
Þótt að fjallið hækkaði hraðar en ég klifraði, þá komst ég að lokum upp, ég man ekki nákvæmlega hvenær ég losaði mig við vonina, en það var auðvelt eftir allt saman. Enda er ofinn og vafinn efinn, hlýr... Svona á tindinum. Man samt ekki alveg af hverju ég lagði upp í þessa ferð!

Góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Alveg ertu brill:) Ekkert meira um það að segja.

7:05 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter