Tommustokkurinn sem lét í ryksugupokann
Þessar baðframkvæmdir enda bara ekki. Stundum held ég að ég sé að breytast í tommustokk. Tók reyndar laugardaginn í að þrífa heima hjá mér. og... það var ekki vanþörf á. Tók fram ryksuguna og hófst handa. JÁ.. ég lét í minni pokann fyrir ryksugunni og ekki bara henni, heldur þar sem ég stóð og spígsporaði um íbúðina, þá rifnaði pokinn. og ég stóð á skýi. Eina sem mér datt í hug að gera var að hlæja, já ég lét ekki í minnipokann fyrir ryksugunni, heldur lét ég í ryksugupokann fyrir þessu dauðans apparati. Allavegana nú er orðið svo hreint hérna inni að það er eins og að hér hafi ryk aldrei komið inn. Því var hent út, lykillausu!
og núna.. er ég að fara að þrífa baðgólfið, ég fúgaði það í dag.
góðar stundir
Langi Sleði
0 Comments:
Post a Comment
<< Home