Orðið varð ver
Ég var að hugsa að...
ef vængir orða minna gætu, leiðbeint vængjum gæfu minnar, framhjá gjótum og götum villu.
Og fagrir orðaforða borðar, breiddu úr sér í brjálæðishrifningu með bros í beiðum blóma og hamingju í heiðum hljóma. Þá væri hverflyndi veðursins hið eina desibel. En svo eru orðin í manna munnum, einkennandi fyrir ætlan, yfirleitt. Manneskjan falin í orðanna röðun og túlkun, hve hugrekkið hefur hér mikið að segja, en alls ekki neitt umfram heilindi.
Því að jafnt á skýjuðum áttunda degi og heiðskírum hvunndegi mun manneskjan skína í gegn, með allt sitt hafurtask. Því og þá og þess vegna, varð orðið ver.
góðar stundir
Langi Sleði.
3 Comments:
Þú ert ekki Dresib er það?
Hvort er það sem maður segir með orðunum, eða það sem liggur bak við þau, sannara?
Felur maður sig á bak við þau eða kemur hið sanna í ljós í þeim?
sápuópera: ég er ekki hann, og ekki er ég rip, rap eða rup heldur. Bara strákur í alltof stórum sokkum, en það er sporunum að kenna.
jóda: það kom fram í póstinum,
" Manneskjan falin í orðanna röðun og túlkun, hve hugrekkið hefur hér mikið að segja, en alls ekki neitt umfram heilindi."
Post a Comment
<< Home