Tuesday, March 22, 2005

Þreytti þráinn

Sá sæta stelpu í sundi. Langaði að rétta henni lykilinn að skápnum mínum og segja, "hæ, ég er í skáp 378, mér þætti gaman að sjá þig þar". Sá mig svo fyrir mér, hálfvitalegan, á sundskýlunni, við útganginn, grátbiðjandi um lykilinn. Nei, ekki þetta. Sofnaði í pottinum.
Þetta eru góðir dagar, eilítil fyrirtíðapáskaspenna, er farin að þjaka þjóðfélagið, og ég er svo ánægður með að geta leikið mér í lyndi. Lifa í joggingbuxum og alvöru hugarburði, áburði, vakna svo upp síðar með skósvertu á andlitinu í búri, og ganga undir nafninu bóbó í búrinu. Hjómar eins og Brynjan í bubbanu.
kveðja
Langi-Sleði

1 Comments:

Blogger Gadfly said...

Joggingbuxur eru góðar. Kannski ekki tiltakanlega kynþokkafullar en þeim mun þægilegri. Ef ég væri guð væri heimurinn jogginggalli.

8:46 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter