Monday, April 25, 2005

menningarvitinn og iðnaðarmaðurinn II.

Eftir þessa miklu þátttöku í skáldagetraun menningarvitans, vil ég líklega kynna ykkur fyrir skáldkonunni Susanne Jorn. Faðir hennar, Asger Jorn, var einn af frægari myndlistarmönnum Danmerkur. Verk hans voru til sýnis, fyrir 3-4 árum, í Listasafni Íslands minnir mig. Hún starfaði með Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara, að ljóðabókinni "Tracks in Sand".

Iðnaðarmaðurinn hamast inná baði. Eftir að ég kom heim úr vinnu, fór ég beint í flísalögn, raðaði 45 heilum flísum upp á hálftíma, skar svo 15 flísar og setti þær upp á næstu 45 mínútum. Þurfti svo að saga tvær flísar í kringum tengil og hitastillinn sem ég setti í gólfið, það tók 4 klukkutíma. Ég sé það alveg fyrir mér að ég deyi ef ég fer að saga út þennan hringglugga. Ég ætla að saga með vinstri á morgun, annars endar þetta allt í einhverri vitleysu.
góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter