Friday, April 01, 2005

Tindátastyrjöld

Kláraði skattaskýrsluna í kvöld, var einhvern veginn búinn að draga þetta í lengstu lög, kvíða þessu skrifelsisveseni.
Svo var þetta bara eiginlega allt komið inn.
Þetta var ekkert mál og mér leið eins og asna þegar þetta var bara alltíeinu búið.
Hafði nú eitthvað gleymt kvöldmatnum en fann að ég var orðinn svangur, stóð upp og sortnaði fyrir augunum.
"Nei! herra Ríkisskattstjóri þetta er orðið óþarflega persónlegt" ...að reyna að gera svona útaf við mig... ég var brjálaður. Ég fékk mér eitt glas af sykri meðan ég smellti súpu í pott og borgara á grillið.
Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað, hefna mín. Eftir matinn sjatnaði aðeins í mér og rak þá augun í póstinn minn og sá að B3 tríó voru að spila á Pravda, ég ákvað að skella mér og sá þá fara á kostum. Þeir spila svona orgel-djass-fönk. Ég hannaði í huganum baðherbergið mitt á meðan, og það er orðið hvítt, brúnt og appelsínugult... Veit ekki hvernig mér líst á það á morgun.

Á leiðinni heim, kom ég við hjá Ríkisskattstjóra og pissaði inn um bréfalúguna... ég meina eitthvað varð ég að gera.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Holl og góð súpa getur oft komið í góðar þarfir... ég tala nú ekki um ef hún endar í bréfalúgunni hjá ríkisskrattstjóranum!!

4:28 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter