Saturday, May 28, 2005

Af tölum...

172, var númerið á skápnum mínum í sundi í dag. Það minnti mig á aðra tölu, eða 1729.

Eitt sinn var breskur stærðfræðingur að nafni Hardy. Hann var eitt af þessum undrabörnum, fámáll, sérvitur og flínkur í stærðfræði. Hann ferðaðist oft til Indlands og eignaðist þar vin, sem öllum að óvörum var annað undrabarn. Sá hafði hlotið litla sem enga menntun, en var séní engu að síður, nafnið hanns er mér gleymt, kallið það hvað sem er en í mínum huga var nafnið hans alltaf random samsetning af stöfunum Y,a,n,g,i,v og u, man bara að Y var fyrsti stafurinn, svo ég kalla hann herra Y.
Herra Y sýndi svo mikla hæfileika og innsýn í tölur að Hardy ákvað að flytja hann til Bretlands, í hjarta breska heimsveldisins. Í gegnum árin þroskaðist með þeim einhverskonar vinátta sem entist ævilangt.
Sá sögubútur sem ég ætla að segja ykkur frá, gerðist þegar Y lá banaleguna.
Hardy heimsótti vin sinn á sjúkrahúsið, og eitthvað var honum stirt um málbeinið.
Einhvern veginn stynur hann upp: "númerið á leigubílnum hingað var 1729, mér fannst það nú heldur ómerkileg tala!"
Þá stynur Y, hálfdauður: "Það er alls ekki rétt hjá þér, þetta er mjög merkileg tala! Þetta er lægsta tala sem hægt er að skrifa sem summu tveggja heilla talna í þriðja veldi á tvo mismunandi vegu."
Þeir sem misstu þráðinn, þá var hann að segja:
a^3+b^3=e
og
c^3+d^3=e
og a#b#c#d (#, er ekki jafnt og)

og tölurnar eru a=1, b=12, c=9, d=10, og e náttúrulega 1729.

Þessar, tilfinningalegu risaeðlur fundu það semsagt út, að það voru engar ómerkilegar tölur.
Þeir fundu vináttu, og þótt að það hafi verið alveg út úr karakter fyrir Hardy að mæta á spítalann, þá gerði hann það.

Á sömu nótum og tölurnar var þeim vinskapurinn, þótt þeir hafi ekki endilega komið honum í orð, þá gátu þeir sýnt hann, á þennan sérstaka máta.

Tölurnar eru eins og við manneskjurnar, öll sérstök. Maður þarf ekki endilega að skilja það, en það er þroskamerki að vita það og kunna að haga sér í samræmi við það.

Stórkostlegt að sjá einfaldleika lífsins, stjórna þessum flóknu jöfnum,

góðar stundir

Langi Sleði

2 Comments:

Blogger Gadfly said...

Dásamleg saga. Sumir finna þessa djúpu samkennd með því að horfast í augu eða upplifa tilfinngahrifin sem við verðum fyrir þegar við sjáum eitthvað fallegt eða heyrum tónlist sem hefur anda okkar í hæðir. Sennilega fáir sem skynja þessa guðdómlega fegurð í stærðfræði en það er auðvitað ekki ómerkilegra fyrir því.

2:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá - ég hélt ég þekkti verkfræðilúða (þetta nafn er notað af mikilli ást og umhyggju - don't get me wrong), en þú slærð þeim öllum við! :D HVER man svona sögur?

:)

3:06 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter