Páfakjör
... er líklega nafnið á búðinni sem nýji gæludýrapáfinn verslar við (Rottusöngvarinn), minnir mig nú aðallega á ævintýrið með strákinn flautuna og músafaraldurinn. Leiddi hann ekki allar mýsnar í glötun? Mig minnir það.
Einhvern veginn dettur mér í hug að þetta gæti líka verið nafn á búð á Patreksfirði, en það er líklega bara út af pjéinu í samblandi við dreifbýlið.
Hvað um það, þá er ég viss um að Páfakjör, er ekki eins og hver önnur kjörbúð úti á landi, heldur kennir þar ýmissa grasa. Þetta veit ég þar sem ég komst yfir innkaupalista Rottusöngvarans.
1. Ost
2. Oblátur
3. Páfanafnabók
4. Nýjan hatt
5. Nýjasta tölublað "Bold & Holy"
6. Messuvín
7. 2 flöskur af Theresugosi
8. 4 krukkur af Loreal hrukkukremi
9. Áfyllingu á Soda stream tækið
10. Nýjan kút af heilögum anda
Ég geri frekar ráð fyrir því, sjálfur, að halda áfram að versla bara við Nóatún.
Góðar stundir
Langi Sleði
0 Comments:
Post a Comment
<< Home