Tuesday, May 31, 2005

sofandi á bakinu...

vaknaði ég upp í nótt, við það að bakið var pinnstíft.
Ég horfði upp í loftið úthvíldur, ferskt loftið sveif seglum þöndum inn gluggann.
Ég rétti út hendurnar og lokaði augunum, góður ilmurinn af nóttinni. Ég fann hvernig ég lyftist upp frá rúminu. Ég notaði til þess bakvöðvana, magann og myndirnar sem eru á bak við augun. Ég fann mikinn kraft umlykja mig, "all powerful" það gat ekkert komið fyrir. Rólega sveif ég upp, upp, upp.
Svo þegar ég vaknaði í morgun, varð ég eiginlega bara hissa að vera enn í rúminu mínu.
Magnaðir stundum þessir draumar.

góðar stundir
Langi Sleði

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

free web hit counter