Wednesday, May 11, 2005

Við sem virðumst viðra

Þetta neyslusamfélag er ekki allt þar sem það er séð...

Ég fór inn í Heimilistæki nú um daginn því ég var að leita að festingu fyrir skjávarpann minn, kom út hálftíma síðar, furðulostinn, með ryksugu undir hendinni.

"aaa...skjávarpafestingu? Til hvers? En við erum með ryksugur!"
"aaa... það verður allt svo hreint og fallegt"...
"aaa...hún er æðisleg, 1500 wött"
"aaa...þessi er ákkúrat það sem þú þarft! hvaða lit viltu?"

Ég labbaði heim í losti, upp 4 hæðir, inn um útidyrahurðina, læsti á eftir mér, settist niður í hugs-stólinn minn og horfði sakbitnum augum á gömlu ryksuguna. Það fyrsta sem ég uppgötvaði þar var að ég hafði skilið bílinn eftir fyrir utan Heimilistæki.

Svo hófust rökræðurnar. Neyslusamfélagsgenið hrópaði hástöfum "BRUÐL" hugurinn þakinn hvæsi...Ég komst aldrei lengra en "já, en!". Ég fékk mér drykki. Ég veit ekki hvað leið langur tími áður en ég mannaði mig upp í að draga kassann sem innihélt nýju ryksuguna, inn í sama herbergi og gamla ryksugan stóð, líklega á bilinu 4 til 7 glös.
Hávaðinn í gömlu ryksugunni virtist ekkert ætla að minnka, þrátt fyrir að kæruleysið ykist. Einhverntímann um kvöldið henti ég gömlu ryksugunni niður af svölunum, með þeim afleiðingum að rafmagnsnúran slitnaði og skyndilega varð allt hljótt.

En það stóð ekki lengi.
Áður en ég vissi af var ég farinn að uppfylla þarfir nýju ryksugunnar. Kominn í vinnu fyrir ryksugu. Þetta er líklega sama vinna og að vera með gæludýr. Ganga frá henni á sinn stað, fara með hana í göngutúra um íbúðina reglulega, skipta á henni og stinga henni í samband... er það nú frekja ... maður er ekki einu sinni í sambandi sjálfur.
Ég er búinn að ætla að skila henni margoft, þetta nær bara ekki nokkurri átt...
En í dag... er líklegra að hún skili mér, maður er bara ekki... frambærilegur.
Þess vegna held ég henni í kvörtunarfjarlægð, þessa dagana.
Er ekki til einhver sem tekur að sér að geyma hana fyrir mig?

Góðar stundir
Langi Sleði

4 Comments:

Blogger Jóda said...

Taktu þig saman í andlitinu strákur og viðraðu gripinn. Ég held að það sé kominn tími til.

7:55 PM  
Blogger Gadfly said...

Ég hef lent í ryksugu líka. Þær eru kröfuhörð gæludýr. Maður verður með tímanum dálítið þreyttur á þessu ástandi sem skapast þegar meira er aldrei nóg.

7:22 AM  
Blogger Gadfly said...

Þú gætir losað þig við ryksuguna og fengið þér drullusokk í staðinn. Þeir eru hljóðlátari. Sá böggull fylgir þó skammrifi að notagildið er minna. Þeir hafa ekki hæfileika til neins nema að halda rörinu opnu. En það þarf minna fyrir þeim að hafa, satt er það. Bara skola þá og henda þeim svo inni í skáp.

7:29 AM  
Blogger Langi Sleði said...

Jóda: "Meikaði mig og viðraði gripinn... sé ekki að það hafi nein sérstök áhrif á ryksuguna".

Sápuópera: "held að það væri full hommalegt að fá sér drullusokk". Annars skilst mér að það sé algengt að páfagaukar ryksugist af og til...

3:19 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter