Tuesday, June 14, 2005

Af nöktum konum...

1.
Ég elska osta. Gorgonzola, Saint Aubrey, Gamli Óli, svarta sara, camenbert, brie, kastali. Við getum orðað þetta þannig, að líklega hef ég prófað alla ostana í Ostabúðinni að Bitruhálsi og ég hef ekki enn rekist á bragðvondan ost. Hef aldrei heimsótt konur jafn oft, án þess að sjá þær fyrir mér naktar. Þessar konur eru stórkostlegar og senda mig alltaf saddan út.

2.
Ég gleymdi mér í afslappelsi á Súfistanum og uppgötvaði það bara á heimleiðinni að ég var orðinn glorhungraður. Ég breytti rölti í ark og innan 10 mínútna var ég inní eldhúsi að búa til spaghetti bolognese.
Mér til ama uppgötvaði ég að parmesaninn var búinn og mig rak nú bara í rogastans, þegar ég sá að brauðosturinn var líka búinn.
Nú voru góð ráð dýr.
Í stuttu máli sagt skellti ég gráðaosti á bolognesið og þið sem hafið aldrei prófað það heldur. Það svínvirkar.

3.
Ég veit ekki hvort það er verið að gera grín að neytendum, en á skjáeinum er verið að sýna brúðkaupsþáttinn já. Á rúv er hinsvegar verið að sýna hvað einstæðir feður eiga bágt í Noregi. Er ekki alveg tilefni til þess að stöðvarnar tali sig saman, þegar það er verið að sýna svona gullmola? Ég breyttist hinsvegar úr neytanda í neitanda, setti nýju plötu Nick Cave á fóninn og flúði í skjól skjásins.

...
Og þið sem eruð enn að velta fyrir ykkur hvenær ég fari að tala um berrassaðar konur, þá eru þetta þrjár dæmisögur. Hvenær neyðin kennir naktri konu að spinna.

Jæja, þá er ég búinn að nota þessa fyrirsögn, hún verður ekki notuð aftur.

Góðar stundir.
Langi Sleði

1 Comments:

Blogger Gadfly said...

Verð að játa að fyrirsögnin "naktir karlmenn" myndi vekja meiri áhuga hjá mér og þú ert ekki búinn að nota hana ennþá.

10:08 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter