Thursday, January 06, 2005

Leit með ákveðnum greini á "autopilot"!

Það er merkilegt hvað manneskjan er oft vanaföst, kannski það sé einhver dásamleg ástæða fyrir því. Kannski hann ráði ekki við að stjórna okkur endalaust, heldur setji okkur á "autopilot" við og við, svona rétt á meðan hann skreppur í smók, nú eða á tollarann. Kannski hefur hann leiðinlegt fólk lengur á "autopilot" ... og sjálfstæðismenn þá alltaf... hahh.

Ég hló að sjálfum mér um leið og ég fór úr skónum á leiðinni í búningsklefana í sundlaugarnar.

Til að fylgja þessu öllu almennilega í gegn, þá ákvað ég að velja einhvern allt annan skápastað en venjulega, svona til að sjá hvað myndi gerast.

Þetta fannst mér fyndið.

Ég var ekki fyrr kominn úr öllum fötunum, en að tveir útlendingar, tóku sér stöðu sitt hvoru megin við mig, rennandi blautir í sundfötunum sínum, smelltu sér úr þeim, opnuðu skápana sína og byrjuðu að þurrka sér.

Hahh. Þetta hefur maður þá uppúr því að breyta um stað, hugsaði ég með mér.

Ég dró upp handklæðið mitt og "nei djö hvar er sundskýlan". Ég dró upp klifurdótið mitt (bol, stuttbuxur, skó og kalkpoka), en enga sundskýlu.
"Andskotans". Hugsaði ég. Ég leit á útlendingana og hugsaði þeim þegjandi þörfina. "Jæja, ég fer þá bara í langa sturtu þangað til þessir útlendingar eru örugglega farnir".
Ég henti restinu af draslinu inn í skáp og strunsaði fram hjá blautulíjusunum.
"ojbara pollar út um allt".

Eftir 5 mínútna, sturtu var ég einhvern veginn aftur kominn á "autopilotinn", þá fattaði ég að ... ehh.. Stuttbuxurnar myndu virka fínt sem sundbuxur. Ég fór og böggaði afbragðsfínan sundlaugarvörð sem var að ljúka við að þurrka upp eftir útlendingana, fékk nýjan pening í skápinn og smellti mér út í laug.

Ég var mikið að spekúlera í þessu "autopilot" dæmi út í pottinum, en það sem angraði mig enn meira var að ég skyldi ekki kveikja á perunni strax með stuttbuxurnar. Þá datt mér í hug "leit með ákveðnum greini". Hefði ég verið að leika að "sundbuxum" hefði ég líklega fundið þær undireins, en þar sem ég var að leita að "sundbuxunum" þá var ekkert eðlilegra en að þær fyndust ekki.
góðar stundir
Langi Sleði

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

In awe. Það má heimfæra þetta upp á lífið. Öh....með lífinu á ég við leitina að sundbuxum almennt. Ég ætla að hætta að leita að sundbuxunum...leita bara að sundbuxum. En sundbuxur eru ekki það sama og sundbuxurnar! Það má hins vegar notast við sundbuxur þar til að maður finnur sundbuxurnar...já...í dag er góður dagur.

1:10 AM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter